Samsýnarkort - útgáfa 24

Birt þriðjudagur, 8. janúar 2019

Nýverið fór í loftið hjá okkur útgáfa 24 af kortunum okkar. Helstu áherslur þessarar útgáfu voru uppfærslur á samgöngum og örnefnum. Mikil vinna hefur verið lögð í samgöngulag kortanna og má þar nefna aðskilnað akgreina, réttar útlínur (götukantar) og tengingu við stíga og bílaplön. Eins er alltaf hugað að leiðsöguhæfni gatna- og vegakerfisins því leiðabestun er mikilvægur hluti af SiteWatch. Það er metnaður okkar að Samsýnarkortin séu alltaf bestu kort sem völ er á og því viljum við vera í góðu sambandi við notendur þeirra. Ábendingar um kortin má gjarnan senda á support@samsyn.is.