Birt þriðjudagur, 23. júlí 2019
Frá því í vetur hafa nokkar útgáfur af kerfi og kortum litið dagsins ljós.
Kortin eru í stöðugri uppfærslu og er alltaf sérstök áhersla lögð á samgöngur og staði(heimilisföng, örnefni, þjónustustaðir "POI", o.fl.). Þessi tvö gagnasöfn eru sérstaklega mikilvæg fyrir bestun á leiðarvali og útkeyrslu vara og leggjum við því alltaf mikla vinnu í þau.
Fyrir utan venjulegt viðhald og villumeðhöndlun þá hafa m.a. eftirfarandi atriði komið ný eða verið bætt í SiteWatch flotastjórnun:
- Lausagangur. Við höfum lagt mikla vinnu í það að meta rétt óþarfa lausagang bifreiða. Þessu er komið til skila í bæði skýrslum og eins í samantekt afspilunar.
- Einkanotkun á bifreiðum. Nú er mögulegt fyrir skráðan ökumann eða umsjónarmann bifreiðar að stilla ökutækið þannig að það fari í s.k. "Einkanotkun". Á meðan tækið er í þeim ham þá er það ekki sjáanlegt í rauntíma ferilvöktun og eins er ekki hægt að afspila ferla þess á þeim tíma (einkanotkunar). Þetta er m.a. fyrir þá starfsmenn sem nota bifreiðar utan skilgreinds vinnutíma.
- Afspilun ferla. Aftur höfum við bætt við virkni afspilunar og nú er hægt að afspila feril ökutækis "fram í tímann". Það þýðir að ekki þarf að skilgreina endapunkt ferils sem verið er að afspila og því bætist stöðugt við ferilinn (líkt og bifreiðin dragi á eftir sér slóða) eftir því sem hún hreyfist.